Log In
Log In

Home

Browse

Media & Entertainment

SKÖMM

 • NFVÍ
 • +9

SKÖMM preview
SKÖMM preview
SKÖMM preview
 • Description

  Leikritið dregur innblástur sinn frá norsku sjónvarpsþáttunum SKAM sem njóta gríðarlegra vinsælda hér á landi, en er á engan hátt nákvæmlega eins og þættirnir. Dominique Gyða Sigrúnardóttir semur handrit og leikstýrir, Daði Freyr Pétursson sér um tónlistarstjórn og Kjartan Darri Kjartansson um ljósahönnun.

  Leikritið fjallar um þetta tímabil sem við þekkjum öll svo vel, unglingsárin þegar við mótumst frá barni yfir í fullorðinn einstakling og þau vandamál sem koma upp á þeim árum, ásamt því góða sem gerist. Vinátta og vandræði, stríðni, afskipt ungmenni, uppteknir foreldrar, ást og hrifning, gagnkvæm ást og höfnun, kynlíf og getnaðarvarnir, áfengi, leyndarmál, snjallsímar, tónlist, kvikmyndir og sjónvarpsþættir er bara hluti af því sem boðið er upp á.

  Í verk­inu SKÖMM hafa 10 leik­ar­ar búið til sína eig­in sýn­ingu frá grunni und­ir leiðsögn Dom­in­ique, með því sem kallað er „devised“ aðferð, eða sam­sköp­un­ar­leik­hús, en vinn­an við það er mjög krefj­andi fyr­ir þá sem að því koma.

  Þó verkið beri nafnið SKÖMM er verkið sjálf­stætt og per­són­urn­ar nýj­ar og aðrar en þær sem eru í norsku þátt­un­um, enda nóg af spenn­andi og hæfi­leika­rík­um ung­ling­um til að sækja inn­blást­ur í hér á Íslandi.

  Hóp­ur­inn not­ar ýmsa miðla til að halda í hrá­an raun­veru­leik­ann sem ein­kenn­ir einnig norsku þætt­ina SKAM, til dæm­is hef­ur hver per­sóna í verk­inu sína eig­in in­sta­gram-síðu. Per­són­urn­ar munu halda áfram að lifa sjálf­stæðu lífi í gegn­um in­sta­gram meðan á sýn­ing­um stend­ur og aldrei að vita hvað svo tek­ur við.

  https://issuu.com/solladesigns/docs/leikskra_issuu_minmin

  https://www.facebook.com/verzloskomm/videos_by

 • Brand

  • NFVÍ

Tags

 • More projects from NFVÍ